Fjallaskíðaferð ION Adventure & Skíðastelpna

Fjallaskíðaferð ION Adventure & Skíðastelpna

Regular price 20.000 kr Unit price  per 

Tax included.

Í samstarfi við Skíðastelpur býður ION Adventure upp á fjallaskíðaferð dagana 26.- 27. mars 2021 (hægt er að bæta við aukanótt). Undir leiðsögn Skíðastelpna verður skinnað og skíðað á hinu magnaða Hengilsvæði sem er einstök útivistarperla í nágrenni Reykjavíkur. Hengill býður upp á margar frábærar fjallaskíðaleiðir sem eflaust margir hafa ekki uppgötvað ennþá. ION Adventure Hótel býr yfir öllum þeim kostum sem góð skíðaferð þarf að innihalda, dýrindis matur, heit laug, sauna, falleg herbergi og náttúrufegurð umlykur hótelið.  

Ferðin hentar byrjendum jafnt sem lengra komnum. Við bókun er fólk vinsamlegast beðið um að tilgreina hvort það sé á byrjendastigi. Skíðastelpur munu fara yfir öll helstu öryggisatriði (snjóflóðþrenninguna) áður en haldið verður af stað. 

Verð - 1 nótt : 

99.900 kr. fyrir 2 í herbergi

79.900 kr. fyrir 1 í herbergi

Verð - 2 nætur :

159.800 kr. fyrir 2 í herbergi

119.800 kr. fyrir 1 í herbergi 

(Vinsamlegast hafðu samband við rosa@ioniceland.is ef þú hefur áhuga á því að bóka tvær nætur)  

Staðfestingargjald: 

40.000 kr. fyrir 2 í herbergi

20.000 kr. fyrir 1 í herbergi

Eftirstöðvar greiðast við útritun á ION Adventure hóteli. 

Staðfestingargjaldið fæst endurgreitt að fullu ef hætta þarf við ferðina vegna snjóleysis eða vegna annarra ástæðna af hálfu ION hótela. 


Innifalið: 

- Gisting á ION Adventure Hotel 

- Fararstjórn og leiðsögn

- Rúta frá ION Adventure Hóteli að skíðasvæði og tilbaka

- Fordrykkur, morgunverður, hádegisverður (nesti) og kvöldverður

- Sauna og heit laug 

Dagskrá: 

Föstudagur 26. mars 

Á milli 15:00 og 17:00 Innritun á herbergi 

17:00 Fordrykkur á Norðurljósabar

18:00 Kvöldverður á Silfru veitingastað

20:30 Yfirferð á mikilvægum öryggisatriðum, snjóflóðaþrenningunni.

21:30 Kvöldvaka á Norðurljósabarnum

Laugardagur 27. mars

07:00 - 08:00 Morgunverður

Á milli 08:00-09:00  Áframhaldandi yfirferð á snjóflóðaþrenningunni fyrir utan hótelið

ATH. Gestir sem gista í eina nótt þurfa að útrita sig úr herbergjum áður en haldið er í fjallið en gestum er velkomið að nýta heilsulindina fyrir heimferð.

09:30 - 17:00 Hengill (skinnaður) og skíðaður. Gestir fá nestispakka frá hóteli. 

17:15 Aprés Ski (á pallinum úti ef veður leyfir)

Áframhaldandi dagskrá á laugardeginum fyrir gesti sem gista í 2 nætur .

20:00 Kvöldverður á Silfru veitingastað

21:30 Kvöldvaka á Norðurljósabarnum 

Sunnudagur 28. mars

07:00 - 09:00 Morgunverður og útritun úr herbergi

09:30 - 13:00 Hengill skinnaður og skíðaður 

13:15 Súpa og brauð 

Kveðjustund


ATH. Gestir mæta með eigin fjallaskíðagræjur og snjóflóðaþrenninguna. Verslunin Everest býður þátttakendum ferðarinnar 20% afslátt af fatnaði og fjallaskíðabúnaði ásamt sértilboði á búnaði til leigu. Tilboðið tekur gildi viku fyrir ferð, þ.e. 19. mars.

Um Skíðastelpur
Skíðastelpur eru nokkrar eldhressar stelpur sem eiga það sameiginlegt að elska skíði. Þær eru fyrrverandi landsliðskonur, Ólympíufarar, fjallaleiðsögumenn og björgunarsveitar meðlimir sem elska snjóinn og góða línu. Þær stunda líka fjallahjólreiðar, klettaklifur, stand up paddle, straumvatnssport og fjallamennsku svo eitthvað sé nefnt. Þeim finnst samt ekkert betra en að vera á fjöllum með skíði undir fótum.

Um leiðsögumennina okkar
Rakel Ósk Snorradóttir
fjallaskíðari að guðs náð. Hún hefur starfað við fjallaleiðsögn í rúm 10 ár og flest árin í fullu starfi. Í dag starfar hún ýmist við fjallaleiðsögn, þ.m.t. fjallaskíðun og fjallamennskukennslu, og hjúkrun. Á leiðsöguferlinum hefur hún unnið við jöklaleiðsögn, leiðangra, fjallaskíðun, gönguleiðsögn og kennslu. Í gegnum árin hefur hún sótt sér víðtæka menntun á þessu sviði hvort sem það nær til jöklaréttinda, snjóflóða, vettvangshjálpar í óbyggðun eða tæknilegrar fjallamennsku. Helstu áhugamál Rakelar eru skíði, hjól, fjallabrölt og hlaup. Líkt og margir fjallaskíðarar hefur hún eytt miklum tíma í Ölpunum og er dugleg að ferðast um landið okkar í leit að góðum línum og kannað ókannaðar slóðir á skíðunum sínum.

Kata Kristjánsdóttir hefur unnið sem leiðsögumaður frá því að hún kláraði námið sitt í Keili í Ævintýraleiðsögn árið 2015. Þar á undan æfði hún og keppti á skíðum með Íslenska landsliðinu. Hún hefur unnið sem leiðsögumaður á jökli, við styttri og lengri gönguferðir í bæði tjöldum og skálum, í rafting og á fjallaskíðum. Flesta vetur fer hún og eyðir 1-3 mánuðum á skíðum í Ölpunum, Kanada eða Bandaríkjunum. Árið 2017 var hún í Kanada og tók þar Avalanche Operations Levenl 1 snjóflóðanámskeið á vegjum Canada Avalanche Association. Síðan þá hefur hún aðstoðað við kennslu á snjóflóða og fjallaskíðanámskeiðum á vegum Keilis, unnið sem leiðsögumaður í fjallaskíðaferðum um Tröllaskaga og verið aðstoðarleiðgsögumaður í skútu/fjallaskíðaferðum í Jökulfjörðum. Það er aldrei langt í næsta ævintýri hjá Kötu og þegar hún er ekki að vinna finnst henni gaman að fara í gönguferðir, klettaklifur, á fjallahjól, skíði eða að leika sér í straumvatni með góðu fólki.

 

Allar fyrirspurnir varðandi ferðina mega berast á rosa@ioniceland.is