3 daga heilsufrí á ION. Yoga, hreinsun & slökun fyrir konur á öllum aldri

3 daga heilsufrí á ION. Yoga, hreinsun & slökun fyrir konur á öllum aldri

Regular price 89.900 kr Unit price  per 

Tax included.

Ingibjörg Stefánsdóttir frá Yoga Shala Reykjavík verður með þriggja daga Yoga-næringarferð á ION Adventure Nesjavöllum dagana 7.-9. mars. Heilsudrottningin Solla Eiríks og dóttir hennar Júlía Ólafsdóttir, eigendur netverslunarinnar healthydottir.is, verða með fyrirlestur um matarræði, hreinsun, bætiefni og holla siði á sunnudeginum. Mæðgurnar sérhanna matseðilinn sem verður á Silfru veitingastað 7.-9. mars og fá gestir einnig uppskriftir til að fylgja þegar heim er komið.

Innifalinn er sérstakur 30 daga hreinsunar bætiefnapakki til að gera hreinsunina enn áhrifaríkari, Total Cleanse Complex, Antioxidant Boost og kopar tunguskafa, að andvirði 11.870 kr. Hreinsunarprógramið sem saman stendur af ýmsum hreinsandi og styrkjandi bætiefnum hentar konum á öllum aldri. Einnig er mánaðar aðgangur í Yogashala innifalinn að verðmæti 14.900 kr. sem tekur gildi að ferð lokinni.

Til þess að veita eftirfylgni á meðan hreinsun stendur yfir munu Solla, Júlía og Ingibjörg stofna Facebook hóp þar sem meðlimum er frjálst að senda inn fyrirspurnir og pælingar.

Verð:

Ein í herbergi: 89.900 kr.

Tvær í herbergi: 119.900 kr.

Dagskrá:

Sunnudagur
12:45 Gestir eru boðnir velkomnir á ION Adventure Hotel

13:00- 16:00  Fyrirlestur og kræsingar með Sollu og Júlíu

Efni fyrirlesturs:

-  Fræðsla um hreinsun, afhverju að taka hreinsun

- Fræðsla um bætiefni og afhverju að taka sérstök hreinsunar bætiefni

- Fræðsla um matarræði, þar sem farið væri yfir eldunaraðferðir og hráefni

- Sýnikennsla á smoothie og sniðugum millimála snakki

- Hvaða ósiði get ég losað mig við og hvaða nýja siði get ég tekið með mér úr þessari dvöl

16:00 Innritun á herbergi

18:30 Kvöldverður

20:00 Spjall & Yoga Nidra - Hópur 1

21:00 Spjall & Yoga Nidra - Hópur 2

 

Mánudagur

08:00-11:00  Morgunverður

08:15 Yoga Hópur 1

09:15 Yoga Hópur 2

12:30 Hádegisverður

14:00 Ganga um svæðið með leiðsögn

17:00 Yoga Hópur 1

18:00 Yoga Hópur 2

19:00 Kvöldverður

Þriðjudagur

08:00-11:00 Morgunverður

08:15 Yoga Hópur 2

09:15 Yoga Hópur 1

12:00 Kveðjustund Ingibjargar á Norðurljósabarnum

 

Á hótelinu er heit laug og gufubað sem er aðgengileg gestum alla ferðina. Gestir heilsuferðarinnar eru einu gestir hótelsins þessa daga.