
Bóndadags tónleikar GÓSS 22. janúar
Komdu bóndanum á óvart!
Bóndadags tónleikar GÓSS fara fram á ION Adventure þann 22. janúar
Hljómsveitin GÓSS hefur slegið í gegn með tónleikum sínum um land allt. Breiðskífa sveitarinnar, Góssentíð, vakti verðskuldaða athygli og var m.a. tilnefnd sem plata ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum 2020. Á tónleikum GÓSS verður boðið upp á létt og skemmtilegt prógramm þar sem aðalmarkmiðið er að skapa hugljúfa kvöldstund á Norðurljósbarnum.
Innifalið fyrir tvo:
Aðgangur á tónleika
Gisting fyrir tvo
Þriggja rétta kvöldverður á Silfru
Morgunverður
Fyrirspurnir varðandi viðburðinn mega berast á sales@ioniceland.is