
Jólatónleikar GÓSS 3. desember
Tryggðu þér miða á jólatónleika GÓSS á ION Adventure þann 3. desember.
Jólabörnin Sigurð og Sigríði þarf vart að kynna. Enda hafa þau um árabil blásið jólaanda í þjóðarsálina með hljómleikum sínum á aðventunni. Á dögunum voru þau að senda frá sér hljómplötu með lögum sem þau hafa hljóðritað í tengslum við hina árlegu hátíðahljómleika. Þar er að finna, meðal annarra, hið spánnýja titillag plötunnar Það eru jól eftir Sigurð. Hið sígræna lag Er líða fer að jólum sem Ragnar Bjarnason söng áður, en það lag var einmitt hljóðritað þann 22. september s.l. á afmælisdegi Ragnars heitins. Lokalag plötunnar Hvað ertu að gera á gamlárs? er svo ný þýðing á laginu What Are You Doing New Year’s Eve? eftir Frank Loesser.
Hljómsveitin mun flytja lög af plötunni og skapa hugljúfa stund á Norðurljósabarnum fyrir gesti ION.
Innifalið fyrir tvo:
Aðgangur á tónleika
Gisting fyrir tvo
Hátíðarseðill Silfru
Morgunverður
Fyrirspurnir varðandi viðburinn mega berast á sales@ioniceland.is