Páll Óskar í Glerskálanum á ION Adventure 12. desember - Matur, tónleikar og gisting. Gildir fyrir tvo.
✨ Páll Óskar | Matur, gisting & fordrykkur | Spa ✨
Eigðu einstaka kvöldstund, föstudagskvöldið 12. desember, með hinum eina sanna Páli Óskari, á ION Adventure á Nesjavöllum. Þar sem hann fer í gegnum allt lífið og ferilinn með gítar og söng. Ásamt hans allra bestu ballöðum mun hann krydda dagskrána með nokkrum jólalögum og enda svo á alvöru stuðlögum sem fá líkamann til að vilja standa upp og dansa. Með Páli í för verður Ásgeir Ásgeirsson gítarleikari.
Innifalið í miðaverði - Gildir fyrir tvo:
- Fordrykkur
- Kvöldverður & gisting
- Tónleikar með Páli Óskari
- Morgunverður daginn eftir
- Aðgangur að spa & einstökum heitum potti
Dagskrá:
- Gestir eru velkomnir að innrita sig frá kl 16
- Kvöldverður um kl 18:30 - Jólalegt hlaðborð að hætti Hafsteins Ólafssonar yfirkokks
- Tónleikar hefjast upp úr kl 21
- Morgunverður daginn eftir frá kl 7
- Útritun kl 12
- Mælum eindregið með að gestir finni sér svo tíma til að njóta í heita pottinum.
Ekki missa af þessum glæsilega viðburði – frábær leið til þess að eiga eftirminnilega stund í einstöku umhverfi þriðju helgina í aðventu.
Tryggðu þér miða núna – og leyfðu þér að hlakka til.
Glerskálinn:
Er glæsileg og ný viðbygging við ION Adventure á Nesjavöllum. Með glæsilegri glerhönnun og stórbrotnu útsýni sameinar Glerskálinn einstaka fegurð náttúrunnar og fágaðan elegans – fullkominn staður fyrir öll tilefni. Að degi til fyllist salurinn af náttúrulegu ljósi, en þegar kvöldið fellur tekur við töfrandi stemning sem skapar óviðjafnanlega upplifun.
Fyrir fyrirtækja- eða hópabókanir er hægt að hafa samband við sales@ioniceland.is.